Fréttir

Karfa: Konur | 25. janúar 2009

Keflavík í bikarúrslit eftir öruggan sigur á Val

Keflavíkurstelpur eru komnar í úrslit í Subway-bikarnum eftir frábæran leik gegn Val. Það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur á hólmi í Toyotahöllinni í kvöld. Stelpurnar gengu mjög ákveðnar til leiks og 32. stiga sigur var síst of mikið. Lokatölur leiksins voru 87-55 en staðan í hálfleik var 47-28.

Keflavík mætir KR í úrslitum í Laugardalshöllinni og er nú er málið fyrir stuðningsmenn að taka daginn frá.

Stigahæst í kvöld var Birna með 21. stig. Pálína var með 19 og Svava 11. stig

Tölfræði leiksins.

19. stig frá Pálínu í kvöld.  Mynd karfan.is