Á stjórnarfundi í gærkvöldi var ákveðið að Keflavík myndi taka þátt í Evrópubikarnum, fjórða árið í röð. Keppnin sem við tókum þátt í í fyrra heitir FIBE Europe Challenge Cup og höfum við tekið þar þátt undanfarin þrjú ár með ágætum árangri. Ljóst er nú að félagið vill halda áfram að etja kappi við önnur topp félög í Evrópu, og hver veit nema við mætum Njarðvík í þetta skiptið, en þeir hafa jú einnig tilkynnt um að þeir hyggi á þátttöku. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort við göngum beint inní keppnina eða hvort við þurfum að taka þátt í forkeppni. Það skýrist á næstu dögum. Meira síðar ....