Keflavik í undanúrslit 6 árið í röð
Keflavík komst áfram í undanúrslit eftir sigur á Fjölni í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvoginum í dag, 84-87. Keflavík var yfir allt fram 4. leikhluta en Fjölnir náði að jafna leikinn þegar 3. mínutur voru eftir og spenna komst í leikinn. Reynolds skoraði magnaða flautu körfu í lok þriðja leikhluta og Fjölnir spilaði sinn besta leik í vetur. Leikurinn var í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.
Fjölnismenn reyndu allt hvað þeir gátu til að stöðva AJ en án árangurs því kappinn skoraði 38 stig, 10 fráköst og stal 4 boltum. Vlad Boer átti einnig ágætan dag og skoraði 11 stig og setti niður 2. mikilvæga þrista. Jonni er að nálgast sitt besta form og var mjög ógnandi og stal nokkrum boltum. Arnar Freyr átti líka flotta takta og lék varnarmenn Fjölnis oft grátt og skoraði 12 stig Annas var liðið ekki að spila sinn besta leik og kannski smá erfitt að ná fram stemmingu í liðið eftir að hafa rúllað yfir andstæðinginn í síðasta leik.
Þó Keflavik verið með forustu mest allan leikinn þá tókst þeim aldrei að hrista heimamenn af sér. Fjölnismenn voru fastir fyrir í vörninni og stundum á mörkum þess að vera grófir og fengu mikið að villum sem áttu eftir að koma þeim um koll undir lok leiks. Lykilmenn þeirra voru þá komnir í villu vandræði, Grady Reynolds fékk sína fjórðu villu í leikhlutanum og gat lítið beitt sér eftir það. Reynolds fékk svo dæmda á sig sóknarvillu snemma í 4. leikhluta og þar með sína fimmtu villu og varð frá að víkja. Heimamenn jöfnuðu metin í 82 – 82 en Keflvíkingar komust yfir 82 – 84 en aftur jöfnuðu Fjölnismenn og staðan þá 84 – 84. Nokkur mistök í röðum Fjölnismanna á lokasekúndum leiksins og Keflvíkingar fögnuðu sigri 84 – 87.
Eins og áður segir var AJ Moye stórkostlegur en þeir Jón N. Hafsteinsson (11 stig) og Arnar Freyr Jónsson (12 stig) voru einnig sterkir í Keflavíkurliðinu. Nemanja Sovic var þokkalegur í fyrri hálfleik en dró vagninn fyrir Fjölni í þeim síðari og lauk leik með 25 stig og 12 fráköst, næstur honum var Grady Reynolds með 20 stig.
Fjölnir er því komið í sumarfrí og liðið náði ekki eftir að fylgja eftir góðum árangri frá í fyrra. Liðið spilaði þó vel í þessum leik og er með nokkra góða leikmenn innanborðs og sérstaklega ber að nefna hinn efnilega Hörð Vilhjálmsson sem á örugglega eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni.
Nú tekur við smá hvíld og ekki er ljóst hvaða liði við mætum í undaúrslitum. Möguleikarnir eru Snæfell, Skallagrímur, Grindavík eða ÍR.
Gunnar E. skoraði síðustu körfu leiksins.