Fréttir

Karfa: Karlar | 1. október 2008

Keflavík í undanúrslit eftir sigur á Þór

Keflavík sigraði í kvöld Þór í 8. liða úrslitum Powerade-bikar og tryggði sér þar með farseðilinn í undanúrslitin. Þar mætir Keflavík liði KR sem sigraði ÍR á leið sinni í undanúrslitinn og fer leikurinn fram í Laugardalshöllinni á föstudag kl. 19.00

Gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust fjótlega yfir og höfðu forustu í hálfleik 50-56. Gunnar Einarsson var stigahæstur okkar manna með 12. stig en stigaskorið dreifðist mjög vel. Talsverðar breytingar eru á liðinu frá síðasta tímabili en þeir Arnar og Maggi eru komnir yfir í nágranna liðin og þeir BA, Tommy og Susnjara spila á meginlandinu í vetur.  Sverrir Þór og Gunni Stef. eru mætir aftur og Hörður Axel spilaði sinn fyrsta leik í Keflavíkurbúning.  Steven Gerrard kom til liðsins i byrjun sept. og nýji leikmaðurinn Jesse Pelot-Rosa kom til landsins í dag.

Strákarnir skiptu um gír í seinnihálfleik og skildu norðanmenn eftir. Eftir 5. mín. leik  var Keflavík komið með 10. stiga forustu og leit aldrei til baka eftir það. Keflavík sigraði 3. leikhluta með 16 stigum, 27-11 og jók forustuna hægt og bítandi allt til leiksloka.

Gunnar Einarsson var mjög sprækur í kvöld og var með 19. stig á 20. mín. og setti niður 4. þrista. Þrír leikmenn voru jafnir með 14.stig. Jesse en hann var einnig með 7. fráköst í sínum fyrsta leik. Steven átti einnig góðan leik og var með 11. stoðsendingar ásamt 14. stigunum. Þröstur var með 14.stig og 7. fráköst. Hörður Axel komst mjög vel frá sínum fyrsta leik með Keflavik og setti niður 13.stig og þar af  3. þrista. Siggi var með 12. stig og Jonni og Sverrir voru með 6 stig hvor ásamt því spila frábæra vörn.

Tölfræði leiksins. ( Steven Gerrard er skráður Sigfús Árnasson )

Næstu leikir

Fimmtudagur ( konur )

19.00  Keflavík-Haukar
21.00  Grindavík-KR

Föstudagur ( karlar )

19.00  Keflavík-KR
21.00  Grindavík-Snæfell

Úrslitaleikirnir fara fram á sunnudag.