Fréttir

Karfa: Karlar | 16. apríl 2008

Keflavík í úrslit eftir magnaðan leik fyrir troðfullu húsi

Keflavík komst í kvöld í úrslit eftir frábæran 20 stiga sigur á ÍR, 93-73.  Stemmingin var mögnuð og uppsellt í Toyotahöllina 20. mínutum fyrir leik. Alls voru 1235 áhorfendur á þessum leik og hefur fjölgað jafnt og þétt í síðustu leikjum. Næsta einvígi er gegn Snæfelli og vonandi heldur stemmingin áfram að vera svona góð því þá er ekkert að óttast.

Keflavíkurliðið er að skrifa söguna og það er virkilega gaman. Að vera 2-0 undir og vinna 3-2 hefur engu liði tekist fyrr. Leikurinn fór fjörlega af stað í kvöld og mikið skorað. Þó nokkuð hafði verið rætt um það í fjölmiðlum að Gunnar  Einarsson væri að halda besti manna ÍRinga, Hreggviði Magnússyni niðri enda sá góði leikmaður lítið sést í síðustu leikjum. Gunni byrjaði leikinn af krafti og lét til sín taka í sókninni strax í byrjun. Tommy byrjaði á bekknum en kom þó fljótlega inná og lét til sín taka. Staðan eftir fyrsta leikhluta 29-25.

Gestirnir byrjuðu 2. leikhluta af krafti og minnkuðu forustu niður í 2. stig, 33-31. Keflavík náði góðu spretti um miðjan fjórðunginn með þristum frá Gunna og BA en einnig kom Siggi sprækur inn á þessum kafla. Keflavík lék frábæra vörn sem sést best í því að ÍRingar skoraðu aðeins 13.stig í leikhlutanum og staðan í hálfeik 52-38. Bestu menn Keflavíkur Jonni og Gunni voru með 10 og 11. stig en eining var Arnar góður með 6.stig og 5. stoðsendingar.

Gestirnir úr Breiðholti voru líflegri í þriðja leikhluta og með Arnar Frey á bekknum gekk sóknarleikur Keflavíkur ekki snuðrulaust fyrir sig og ÍR komst nær. Sveinbjörn Claessen setti þrist og minnkaði muninn í 62-54 en hann var aftur á ferðinni í lok leikhlutans er hann skoraði úr flautusniðskoti og breytti stöðunni í 69-61 og spennandi lokasprettur framundan.
 
Maggi sem hafði haft hægt um sig í sókninni setti niður mikilvægan þrist og breytti stöðunni í 75-62 í byrjun fjórða leikhluta. Gunni gerði svo vonir gestanna endalega að engu með 10 stigum á 4. mín. og bekkur Keflavíkur spilaði lokamínuturnar.

Tölfræði leiksins.

Stigahæstir í kvöld voru Gunnar Einarsson með 23.stig sem fór á kostum og setti niður 5/6 þristum.  Tommy var með 14.stig og Jonni 13.stig. Rétt eins og í síðustu leikjum er allt liðið að leika vel.  Susnjara spilaði þó aðeins fyrstu mínutuna vegna meiðsla og BA var með flensu en komst vel frá sínu.

Frábær stemming er í Keflavík þessa daganna.