Keflavík í úrslit Powerade-bikars eftir baráttu sigur á Skallagrím
Keflavík sigraði í kvöld Skallagrím í undanúrslitum Powerade-bikarkeppinnar, 88-81. Leikurinn var beint framhald að undanúrslitaviðureignum liðanna frá því í vor og mikil barátta einkenndi leikinn.
Nokkuð jafnræði var í leiknum og staðan í hálfeik 40-45 fyrir Borgnesinga. Þeir náðu svo að auka forusta fljólega í seinni hálfeik upp í 12 stig en með mikilli baráttu náðu Keflavíkingar minnka muninn niður í 6 stig fyrir fjórða leikhluta. Á þessum kafla var Jonni mjög öflugur bæði í vörn og sókn og setti m.a. niður 6 stig á stuttum tíma.
Keflavíkingar sýndu svo sitt rétta andlit í fjórða leikhluta og sigruðu hann með alls 13 stigum. Það sem vakti þó athygli er að þriggja stiga nýting liðsins var hræðileg, enda tóku Skallagrímsmenn á okkur mjög framalega. Aðeins eitt þriggja stiga skot var ofaní í leiknum öllum og það frá hæsta manni vallarins, Thomasi Soltau. Þetta sýnir þó kannski þær breytinga sem hafa orðið á liðinu síðustu ár, frá því að vera eitt helsta stórskyttulið landsins yfir mjög hávaxið lið.
Jermain Willams var stighæstur í kvöld með 24 stig og tók þar að auki 14 fráköst. Jemain sýndi góð tilþrif í sókninni en vörnin var ekki nægilega góð. Hann átti í talsverðu vandræðum með hinn sterka Jovan. Arnar Freyr var frábær og skoraði 17 stig og mataði liðsfélaga sína af góðum sendingum en hann var 8 stoðsendinar í leiknum., Jonni kom sterkur inn að bekknum og spilað vel í vörn sem sókn. Thomas fann sig ekki nægilega vel í fyrri hálfleik og nældi sér í 2 villur strax í byrjun. Hann kom þó sterkur inn á lokakaflanum og skilaði sínu og endaði leikinn með 15 stig.
Úrlitaleikurinn þetta árið verður því eins og í fyrra gegn grönnum okkar úr Njarðvík og fer leikurinn fram á laugardaginn kl. 16.00