Keflavík Íslandsmeistari árið 2008
Keflavík sigraði í kvöld Snæfell í þriðja sinn og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn árið 2008. Strákarnir mættu ákveðnir til leiks og létu ekki bikarinn trufla sig sem stillt var upp fyrir leik. Keflavík vann 6. leiki í röð í úrslitakeppninni og Snæfellingar áttu einfaldlega ekkert svar við varnarleik okkar manna. Íslandsbikarinn var sá 9. hjá Keflavíkurliðinu og í frétt neðar á síðunni er sú saga rakinn.
Sigurinn er enn sætari þegar hugsað er um það að okkur var spá 5. sæti í deildinni. Og ekki má gleyma því að stelpurnar urðu Íslandsmeistarar nú á dögunum er þær unnu KR 3-0. Við eru því enn og aftur meistarara bæði karla og kvenna.
Við þökkum Snæfelli fyrir einvígið en þeir höfðu á leið sinni í úrslitaleikinn slegið út nágranna okkar í Njarðvík og Grindavík.
Tommy Johnson var stigahæstur hjá Keflavík með 24 stig en Gunnar Einarsson sem valinn var besti maður úrslitakeppninnar gerði 20 stig í leiknum. Meira um leikinn síðar....
Til hamingu allir Keflvíkingar :)
Góð umfjöllun er i um leikinn á vf.is
Keflavik að fagna 4. Íslandsmeistarabikarnum á síðustu 6. árum.