Keflavík Íslandsmeistari í 10. fl. kv - 9.fl. karla fékk silfur
Á mánudaginn léku 10. fl. kvenna og 9. flokkur karla til úrslita á Íslandsmótinu. Stúlkurnar unnu í svaka spennuleik en drengirnir töpuðu frekar stórt gegn Njarðvík, en hafa engu að síður sýnt miklar framfarir. Óskum báðum flokkum til hamingju með árangurinn og stúlkunum náttúrulega sérstaklega með Íslandsmeistaratitilinn. Sannarlega öflugt lið þar á ferð.
10. fl. kv.: Keflavík - Haukar 44-41
9. fl. ka: Njarðvík - Keflavík 87-44
Að sjálfsögðu óskum við einnig Njarðvíkingum og Haukum til hamingju með þeirra árangur.