Fréttir

Keflavík Íslandsmeistari í 8. flokki drengja
Karfa: Yngri flokkar | 23. mars 2013

Keflavík Íslandsmeistari í 8. flokki drengja

Keflvíkingar urðu í gær Íslandsmeistarar í 8. flokki drengja þegar þeir lögðu Fjölni í úrslitaleik 44-40 sem var stórskemmtilegur og æsispennandi þó Keflvíkingar hafi leitt allan leikinn.

Síðustu tvö ár hafa drengirnir unnið til silfurverðlauna í þessum árgangi en nú fóru þeir alla leið sem fyrr segir en lokamótið fór fram í DHL höllinni þar sem ríkjandi meistarar KRingar höfðu unnið sér inn heimavallarréttinn eftir besta samanlagðan árangur fyrstu þriggja mótanna í vetur.

Þó Arnór Sveinsson hafi farið á kostum í leiknum eins og oft áður með 24 stig, þá var það fyrst og fremst öflug liðsheild sem skilaði þessum frábæra árangri, en þjálfari drengjanna undanfarin þrjú ár hefur verið Björn Einarsson.

Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitillinn sem veittur er þetta keppnistímabil en leikið var á fimmtudag og föstudag þar sem 8. bekkurinn er fermingarárgangur. Af sömu ástæðu er úrslitamótið í 8. flokki stúlkna ekki leikið þessa helgi en en þar eiga Keflvíkingar heimavallarréttinn. Dagsetning á það mót kemur væntanlega frá KKÍ eftir helgi.

TIL HAMINGU STRÁKAR -