Keflavík Íslandsmeistari í 8. flokki kvenna
Keflavík varð í dag Íslandsmeistari í 8. flokki kvenna þegar fjórða og síðasta fjölliðamót vetrarins fór fram í Toyota höllinni. Keflavíkurstúlkur unnu reyndar alla sína leiki í vetur mjög örugglega og er þetta fjórða árið í röð sem árgangur 1996 verður Íslandsmeistari. Reyndar hafa þær ekki tapað leik í öll þessi ár og eru því sannarlega verðskuldaðir meistarar.
Úrslitin um helgina urðu eftirfarandi:
Keflavík - Hrunamenn 68-10
Keflavík - Njarðvík 61-22
Keflavík - Breiðablik 55-12
Keflavík-Grindavík 54-18
Á meðfylgjandi mynd má sjá þennan gríðarlega öfluga árgang með bikarinn ásamt þjálfurum sínum þeim Einari Einarssyni og Sigurði Þorsteinssyni