Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 20. apríl 2010

Keflavík Íslandsmeistari í 9.flokki kvenna

Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar í 9. flokki kvenna um helgina þegar þær lögðu lið Breiðabliks af velli 64-53 eftir spennandi úrslitaleik í Smáranum. Þar með kórónuðu stelpurnar frábært tímabil en þær náðu þeim magnaða  árangri að vinna alla sína leiki í vetur.

Ingunn Embla Kristínardóttir leikmaður Keflavíkur var valin besti maður leiksins með 14 stig, 11 fráköst, 7 stolna bolta og 4 stoðsendingar.

Sara Rún Hinriksdóttir (6 fráköst, 4 stoðsendingar) og Katrín Fríða Jóhannsdóttir (7 fráköst, 3 stoðsendingar) skoruðu einnig 14 stig, Sandra Lind Þrastardóttir 12 stig (9 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 stolnir), Telma Hrund Tryggvadóttir 8 stig og Birta Dröfn Jónsdóttir 2 stig. Aðrir leikmenn sem skipuðu liðið en náðu ekki að skora að þessu sinni voru; Rán Ísold Eysteinsdóttir, Elínóra Guðlaug Einarsdóttir, Bríet Sif Hinriksdóttir, Helena Ósk Árnadóttir, Ólöf Rún Guðsveinsdóttir og Ólöf Björk Ólafsdóttir.

Þjalfari stúlknanna hefur verið Erla Reynisdóttir og hennar stoð, stytta og aðstoðarþjálfari með meiru er Skúli Sigurðsson.

Til hamingju með þennan glæsilega árangur.