Fréttir

Keflavík Íslandsmeistari í minnibolta stúlkna
Karfa: Yngri flokkar | 7. apríl 2013

Keflavík Íslandsmeistari í minnibolta stúlkna

Keflavíkurstúlkur urðu í dag Íslandsmeistarar í minnibolta 11. ára stúlkna eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Grindavík í Toyotahöllinni en bæði lið voru ósigruð í 4. umferð fyrir þennan leik.

Fjölmargir áhorfendur voru mættir til að hvetja bæði lið  til dáða og stemmingin á pöllunum var góð. Hnífjafnt var á öllum tölum fram undir lok 4. leikhluta þar sem Keflavík reyndist sterkari á lokasprettinum. Lokatölur urðu 20-16 í leik þar sem spennustigið var hátt, enda titill í boði, og vörnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum. 

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur óskar stelpunum  og Guðmundi Skúlasyni þjálfara   hjartanlega til hamingju með árangurinn og býður öllu liðinu að sjálfsögðu í pizzuveislu á Langbest eins og góðum sigurvegurum sæmir.

Meðfylgjandi mynd tók Skúli Sig.