Keflavík íslandsmeistari í Minnibolti kvenna 11 ára
Keflavíkurstelpur í mb.stúlkna mættu grimmar til leiks í Toyotahöllina í úrslitafjölliðamót vetrarins sem haldið var helgina 27-28. mars. Þær fóru frekar létt með andstæðinga sína á laugardeginum í þar sem þær unnu Fjölni 53-13 og KR 41-15.
Úrslitaleikur helgarinnar var á sunnudeginum kl. 12 á móti liði Tindastóls sem voru mættar í a-riðil í fyrsta sinn í vetur. Þær höfðu unnið nokkuð sannfærandi sigur á andstæðingum sínum þegar þær mættu keflavíkurstúlkum.
Það er skemmst frá því að segja að Keflavíkurstúlkur mættu grimmar til leiks á móti þessu liði sem þær höfðu aldrei spila við áður og voru yfir eftir 1.lotu 5-0 og 14-2 í hálfleik, þar sem varnarleikur Keflavíkurliðsins gríðarlega sterkur. Stúlkurnar frá Keflavík löndaðu svo öruggum 30 stiga sigri 47-17 þar sem liðið spilaði frábæra vörn allan tímann og fengu margar hraðar sóknir í kjölfarið.
Thelma og Elfa voru stigahæstar að þessu sinni með 12 stig hvor, og næstar á eftir þeim voru
Kristrós 7 stig, Snædís 6 stig, Andrea og Indíana 4 stig, og Emelía 2 stig
Leikir Kef þessa helgi:
Keflavík – Fjölnir 53-13
Keflavík – KR 41-15
Keflavík – Tndastóll 47-17
Keflavík – ÍR 35-35