Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 26. apríl 2009

Keflavík Íslandsmeistari í unglingaflokki

Keflvíkingar unnu FSu 102-78 í úrslitaleik unglingaflokks karla en staðan í hálfleik var 57-38 Keflavík í vil. Hörður Axel Vilhjálmsson var valinn besti maður leiksins en hann skoraði 34 stig, tók 5 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og stal 2 boltum.

Leikurinn hófst á sannkallaðri flugeldasýningu en bæði lið voru dugleg að skora og hraðinn var mjög mikill frá upphafi til enda. Hörður Axel setti 8 af fyrstu 13 stigum Keflvíkinga. Staððan efti 1. leikhluta var 28-21 Keflavík í vil.

Í öðrum leikhluta skildi aðeins með liðunum en í stöðunni 28-24 skoraði Keflavík 13 stig í röð og breyttu stöðunni í 41-24. Liðin skiptust á körfum út leikhlutann og Keflavík leiddi í hálfleik 57-38.

Allan seinni hálfleikinn skiptust liðin á körfum og það mikla áhlaup sem FSu þurfti á að halda til að komast nær Keflvíkingum kom aldrei og suðurnesjamenn unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 102-78 fyrir Keflavík.

Stigahæstur hjá Keflavík var Hörður Vilhjálmsson með 34 stig og Þröstur Jóhannsson var honum næstur með 20 stig

Mynd karfan.is