Keflavík jafnaði metin og oddaleikur á miðvikudag
Keflavík vann ÍR öðru sinni á nokkrum dögum og jafnaði þar með metin 2-2. Frábær stemming er í Keflavíkurliðinu þessa dagana og ekki voru stuðningsmenn liðsins verri. Næst á dagskrá er oddaleikur liðanna og á Keflavík möguleika á að vera fyrsta liðið sem er 2-0 undir en kemst í úrslit. Þessum sigri verður þó ekki fagnað lengi því einn sigur þarf í viðbót til að vinna sér inn sæti í úrslitum.
Keflavík fór rólega af stað en þegar staðan var 15-4 kom Tommy nokkur Johnson inná. Sóknin hafði verið ákaflega stirð á þessu fyrstu mínutum, þó vörnin hafði verið ágæt. Tommy setti línuna fyrir sóknarleik liðsins og setti niður þrjá þrista í röð og kom Keflavík yfir, 17-18. Þröstur sem átti frábæran leik í Keflavík á föstudag, hélt uppteknum hætti kom sprækur af bekknum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 17-20 og Þröstur skoraði siðustu stig leikhlutans.
Þröstur opnaði svo 2. leikhluta með þrist en heimamenn minnkuðu forustu niður í 1.stig með góðum kafla, 24-25. Þröstur og Tommy héldu áfram að raða niður körfum og náðu forustunni aftur upp. Arnar og Maggi bættu svo við sitt hvorum þristinum fyrir hlé og staðan, 39-48. Stuðningsmenn Keflavíkur voru vel með á nótunum og allir að taka vel undir með Trommusveitinni.
Í þriðja leikhluta fóru okkar menn hreinlega á kostum og aðeins eitt lið í húsinu eins og stuðningssveit Keflavíkur söng. Forustan jókst jafn og þétt, Arnar Freyr mataði liðsfélga sína með glæsisendingum og þeir sem nutu góðs af því var ma. Siguður Þorsteinsson sem var öflugur í teignum í fjarveru Susnjara. Þröstur virtist ekki geta klikkað á skoti, Tommy bætti við þristum og BA skoraði 8. stig á stuttum tíma. Staðan eftir leikhlutan 54-79 og eins og stigaskorið ber með sér var vörn liðsins ógnvænleg í leiklutanum.
Keflavík var í smá vandræðum í byrjun 4. leikhluta ef vandræði skildi kalla, því ÍR minnkaði forustu niður í 20.stig. Tommy setti þá niður enn ein þristinn og slökkti endalega vonir heimamanna um að komst inní leikinn. Fljótlega fóru þjálfarar liðanna að skipta inná yngri leikmönnum og þeir Villi, Elvar og Sigfús náðu sér í mikilvægar mínutur í reynslubankann.
Frábær leikur að baki og stuðingssveit Keflavíkur fagnaði vel í leikslok. Góður stuðningur skiptir gríðalega miklu máli eins og sást vel í þessum leik. Stuðningssveit Keflavíkur fór rólega af stað, rétt eins og liðið en fór svo á kostum eftir það. Með svona góðan stuðning er einfaldlega ekki hægt að tapa svo einfallt er það. Nú er oddaleikur framundan og þar verður ekkert gefið eftir, hvorki inná vellinum né í stúkunni. Áfram Keflavík.
Tommy var stigahæstur í kvöld með 28 stig ( 5 þrista ), Þröstur var með 19. stig, BA 16. stig, Siggi og Gunni 9.stig, Arnar 8. stig og Jonni og Maggi 4. stig
Stuðningsmenn klappa leikmönnum lof í lófa í leikslok, ( mynd vf.is )