Fréttir

Körfubolti | 10. janúar 2006

Keflavík kafsigldi Hött í kvöld

Keflavík spilaði í kvöld frestaðan leik við Hött frá Egilstöðum í Iceland Express-deildinni  og endaði leikurinn með 35 stiga sigri okkar manna, 73-108. Keflavík setti niður 11 þrista í leiknum og stjórnaði hraðanum allan leikinn.  Gunnar Stef. setti niður 5 þrista í leiknum og Jón Gauti stimlaði sig inn í liðið með fínum leik.

Leikmenn skiptu stigum og leikmínutum bróðulega á milli sín en stigaskorið leit svona út: Gunnar E. 20 stig, Maggi 18 stig, Gunnar Stef. 17 stig, Dóri 13 stig, Addi 12 stig, Jonni 11 stig, Jón Gauti 10 stig, Elli 4 stig og Sverrir 4 stig.

AJ tók út leik númer 2. í þriggja leikja banni sem hann fékk eftir olbogaskotið fræga í leik við Njarðvík. Næsti leikur liðsins er við Hamar/Selfoss á fimmtudaginn kemur í Keflavík og verður það síðasti leikur liðsins á AJ.

Tölfræði_leiksins.

Von er á Vlad Boer til landsins á föstudag.