Fréttir

Karfa: Konur | 19. mars 2008

Keflavík klárði Hauka 3-0 og eru komnar í úrslitaleikinn

Keflavík komst í kvöld í úrslit Iceland Express-deild kvenna með því að leggja Hauka, 82-67 . Þetta var þriðji leikur liðanna og jafnframt þriðji sigur okkar og munum við mæta annað hvort KR eða Grindavík sem þurfa að mætast í fjórða sinn.

Keflavík tók leikinn í kvöld strax í sínar hendur og var með forustu 24-19 eftir að Ingibjörg hafði sett niður þrist undir lokin leikhlutans. Gestirnir náðu forustunni niður í 2. stig, 32-30 með góðum kafla þar sem Crawford var í aðalhlutverki. Ingibjörg kom sterk inn á þessum ásamt Rannveigu og áttu þær stóran þátt í því að auka aftur forskotið í 6. stig og staðan í hálfleik 42-36.

Stelpurnar komu heldur betur ákveðnar til leiks eftir hlé, því þær skoruðu 7 fyrstu stigin og völtuðu gjörsamlega yfir gestina. Þær voru að spila frábæra vörn sem sérst best í því að Haukar skoruðu aðeins 6. stig í leikhlutanum öllum. Þriðji leikhluti fór því 19-6. Kesha og Pálína fóru fyrir liðinu sóknarlega en Kara og Birna varnarlega.61-42

Eftir þennan frábæra leikhluta var eftirleikurinn frekar auðveldur. Einfaldlega of mikill getumunur á liðunu að þessu sinni. Pálína átti frábæran leik var með 22. stig og barðist vel allan leikinn. Kesha skoraði 18 stig var með 13. stoðsendingar og 7 fráköst. Ingibjörg átti einnig mjög góðan leik skoraði og 15.stig. Sunny var með 13 stig og 6 fráköst og Kara tók 11. fráköst ásamt því að skora 6. stig.

Nú er komið páskafrí og aðeins að bíða og sjá hvort liðið mæti KR eða Grindavík í úrslitarimmu um bikarinn stóra.