Keflavík komið 1-0 yfir gegn Njarðvík
Keflavík sigraði í kvöld Njarðvík í fyrsta leik liðanna í 8. liða úrslitum Iceland Express-deildar. Keflavík var með forustu allan leikinn ef frá eru taldar fyrstu mínutur leiksins. Staðan í hálfleik var 43-40 en lokastaðan 96-88. Stemmingin á leiknum var frábær og vonandi það sem koma skal. Fullt hús og stuðningsmenn liðanna í fínu formi.
Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og í byrjunarliðinu var nýji leikmaður okkar Jesse sem kom til landsins fyrr um daginn. Staðan eftir 1. leikhluta var 24-19 en um miðjan 2. leikhluta náði Keflavík 10. stiga forustu sem hélst mest allan leikinn. Jesse fór mikin í fyrri hálfleik og var með 17. stig en næstur honum kom Hörður með 10.stig. Njarðvíkingar náðu að minnka forustuna niður í 3. stig með þriggja stiga körfu frá Hirti Einarssyni um leið og flautað var til leikhlés.
Okkar menn komu sterkir inn eftir hlé en Njarðvíkingar náðu að halda sér inní leiknum með þriggja stiga körfum. Okkar nýting bæði í þriggja stiga og af vítalínunni hefur oft verið betri en í kvöld. Vörnin var þó mjög góð og ef hittnin hefði verið eðlileg hefði forustan hæglega geta verið betri fyrir lokaleikhlutann. Staðan að loknum þrem leikhlutum var 69-58.
Keflavík náðu mest 13. stiga forustu í fjórða leikhluta og flestir bjuggust við að nú tækist að hrista gestina af sér. Svo var þó ekki og góður kafli kom hjá þeim þegar um 4. mín. voru eftir. Í raun settu þeir 8. stig í röð og okkar menn að flýta sér heldur mikið í sókninni. Staðan þegar 2.30 voru eftir var 88-84 og spenna hlaupin í leikninn. Okkar menn héldu sem betur fer haus og juku en forustuna og virtust öruggir í sínum aðgerðum.
Næsti leikur er á þriðjudaginn í Njarðvík og ekkert verður gefið eftir í þeim leik.
Stigahæstur í kvöld Jesse með 29. stig og 12. fráköst sem verður að teljast frábært í ljósi þess að kappinn er nýkomin til landsins aftur. Hörður var mjög góður í kvöld og var með 18.stig sem og Gunnar E. sem var með 17. stig. Siggi var "aðeins" með 10. stig og 8. fráköst sem telst kanski ekki mikið á þeim bænum. Sverrir var með 9. stig, Jonni 6.stig Gunni Stef. 3. og baráttujaxlinn Elvar var með 4. stig.
Jesse Pelot-Rosa átti góðan leiks. ( Mynd vf.is )