Keflavík komið í undanúrslit eftir frábæran sigur
Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu upp 13 stiga forskot Njarðvíkinga á heimavelli í gær og gott betur þegar þeir lögðu grænu ljónin í stórskemmtilegum leik sem bauð upp á fjölbreytt tilþrif og töluverðar sveiflur, 94-74. Þar með er ljóst að drengirnir enda á toppi D-riðils í Lengjubikar karla og verða því á meðal hinna "fjögurra fræknu" í undanúrslitum keppninnar n.k. föstudagskvöld.
Umfjallanir um leikinn í gær má m.a. finna á Karfan.is og Vf.is. Einnig er flott myndasafn frá leiknum og viðtöl á Karfan.is.
Undanúrslitin, "fjögur fræknu" fara fram í DHL-höllinni næstkomandi föstudagskvöld, 4. desember en þá leika;
Kl. 18.30 - Þór Þorlákshöfn - Grindavík
Kl. 20.30 - Snæfell - Keflavík
Sigurvegarar undanúrslitanna mætast síðan í úrslitaleik á laugardaginn 5. desember kl. 16.00
Hér að neðan má sjá tölfræði Keflvíkinga í leiknum;