Fréttir

Karfa: Karlar | 4. apríl 2011

Keflavík-KR #4 - Forsala hefst kl. 17.00

Gríðarlega mikilvægur leikdagur bíður nú Keflavíkurliðsins þegar þeir fá KR-inga í heimsókn í Sláturhúsið í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-1 og okkar drengir eru enn með bakið upp að vegg og þurfa sigur og ekkert annað til að jafna metin í kvöld. Nauðsynlegt er fyrir liðið að fá kraftmikinn stuðning á pöllunum og skorum við á stuðningsmenn félagsins að mæta með jákvæða strauma og fulla vasa af leikgleði á völlinn í kvöld. Ekki væri verra að mæta í fagurblárri Keflavíkurflík.

Forsala aðgöngumiða hefst kl.17.00 í dag og byrjað verður að hleypa inn í húsið kl. 18.15 - Hljómsveitin Valdimar mun leika nokkur lög í hálfleik.

Miðaverð á leikinn í kvöld er skv. eftirfarandi:

Fullorðnir (f.´94 og fyrr) : 1.500

Öryrkjar : 800

Börn 12-16 ára (f. ´95,´96,´97 og ´98) : 500

Frítt er á leikinn fyrir börn yngri en 12 ára (´f.´99 og síðar).

Keflvíkingar geta keypt sér sæti í stuðningsmannastúkunni niðri á 2.500 kr. meðan laus sæti eru til.

Vildarkortin gilda EKKI í úrslitakeppninni, aðeins Stuðningsmannakortin og Silfurkortin

Iðkendur hjá Körfuknattleiksdeild KKDK, 12 ára og eldri sækja miða í afgreiðslu.

ATH. Meðlimir stuðningsmannaklúbbsins eru hvattir til að mæta í VIP milli kl. 18.00-18.30 - BYKO Burger og Sóda á 1.000 kall - Orkubomban á 500 - Guðjón Skúlason kemur og ræðir við hópinn kl. 18.30

Heldur Andrija Ciric uppteknum hætti í kvöld ? (myndi vf.is)