Fréttir

Karfa: Karlar | 8. janúar 2009

Keflavík landaði 17.stiga sigri á Þór

Keflavik sigraði í kvöld Þór frá Akureyri í Iceland Express-deildinni  Okkar menn náðu fljótlega öruggri forustu og í hálfleik var staðan 33-50. Keflavík er því áfram í 3.sæti deildarinnar og með 16.stig eftir kvöldið.

Á tímabili var forustan orðin 30. stig en norðanmenn náðu að saxa á forskotið. Keflavík landaði þó öruggum 17.stiga sigri, 76-93 

Stigahæstur var Hörður með 20. stig, Siggi var með 14 stig og 11. fráköst, Villi 12. stig, Jonni 11.stig, Sverrir 10. stig og 10. stoðsendingar og Þröstur 9. stig.

Önnur úrslit:

Stjarnan-Grindavík        90-88
Skallagrímur-Breiðablik 73-58

 

Tölfræði leiksins.