Fréttir

Karfa: Karlar | 22. október 2009

Keflavík mætir Fjölni í kvöld

Keflvíkingar leika sinn þriðja leik í kvöld, fimmtudag, í Iceland Express deild karla þegar þeir mæta spræku liði Fjölnis úr Grafarvogi í Toyota höllinni kl.19.15.  Fjölnismenn sem voru nálægt því að skella liði UMFG í síðustu umferð hafa m.a. á að skipa nokkrum af efnilegustu körfuknattleiksmönnum landsins, strákum sem hafa unnið alla þá titla sem í boði hafa verið í þeirra aldursflokkum.  Keflvíkingar sem þurftu að játa sig sigraða á útivelli gegn Stjörnunni í síðustu umferð eru hins vegar staðráðnir í að sigla inn á sigurbraut á nýjan leik og því má búast við hressandi viðureign.

 

Í kvöld munum við sprella aðeins með áhorfendum í leikhléum og taka létta skotleiki þar sem góðir glaðningar verða í boði fyrir þá sem smella tuðrunni í netið.  

 

Vildarkortin verða að sjálfsögðu til sölu á aðeins 2.500 kr. en þau gilda á alla heimaleiki í Iceland Express deildarkeppni karla og kvenna.  ATH. að kortin gilda einungis í stúkuna uppi.

 

Stuðningsmannakortin í K-klúbbinn niðri verða einnig til afhentingar fyrir þá sem eiga eftir að nálgast sín kort og þeirra sem ætla að koma nýir inn.  

 

Gleymið svo ekki að fá ykkur brakandi heita pizzusneið frá Langbest í andyrinu fyrir leik sem gott er að skola niður með ískaldri Pepsi frá Egils.  Eftir slíkan gjörning er ekkert einfaldara en að finna sér gott sæti, spakur og slakur og öskra.............

 

ÁFRAM KEFLAVÍK