Fréttir

Körfubolti | 29. nóvember 2006

Keflavik mætir Fjölni og Keflavík b mætir bikarmeisturum

Dregið var í 16 liða úrslit Lýsingarbikarkeppni karla nú rétt í þessu í húsakynnum Lýsingar og er ljóst að í það minnsta 2 neðri deildarlið komast í 8 liða úrslit. Strákarnir fengu útileik gegn Fjölni og eiga harma að hefna eftir síðustu viðureign liðanna.  Keflavík B fékk verðugt verkefni en þeir mæta bikarmeisturum Grindavíkur og fer leikurinn fram í Sláturhúsinu í Keflavík.

Eftirtalin lið drógust saman
Fjölnir - Keflavík
Keflavík b - Grindavík
Tindastóll - KR
ÍR - Stjarnan
FSu - Mostri
Hamar/Selfoss - Þór Þ.
Valur - Skallagrímur
Hvíti riddarinn - KR b