Fréttir

Karfa: Konur | 20. febrúar 2008

Keflavík mætir Grindavík í kvöld í baráttunni um deildarmeistartitilinn

Stelpurnar spila einn mikilvægasta leik tímabilsins í kvöld þegar þær mæta Grindavík á útivelli. Keflavík hefur 2. stiga forustu á toppnum og ekkert annað en sigur kemur til greina í kvöld.  Stelpurnar eiga eftir að mæta Haukum og Hamar heima og Kr á útivelli áður en deildarkeppnin klárast.

Keflavík sigraði í siðustu viðureign liðanna sem fram fór í Keflavík en tapaði undanúrslitaleiknum sem fram fór í Grindavík. Úrslitaleikurinn í lýsingarbikarnum fer fram á sunnudaginn .