Keflavík mætir Grindavík í Röstinni í kvöld
Keflavík mætir Grindavík í 11. umferð Iceland Express deildar og hefst leikurinn kl. 20.00 í Grindavík. Strákarnir hafa verið í löngu fríi en leikurinn gegn Fjölni sem átti að vera 28. des. var frestað til 17. janúar.
Keflavík er á toppnum í deildinni, ósigrað með 20 stig eftir 10. umferðir. Meðalsskor liðsins er 95,1 stig gegn 79,4 stigum.
Grindavík er í fjórða sæti með 14. stig einnig eftir 10. umferðir en meðaskor þeirra er 89,3 og hafa fengið á sig 87,4 stig í vetur.
Grindavík er að spila þriðja heimaleikinn í röð en þeir hafa tapað hinum tveimur frekar illa. Gegn Snæfell 2.des, 82-95 og nú síðast gegn Njarðvík 28. des 92-107.
Næsti heimaleikur er föstudaginn 11. janúar. þá koma Snæfellingar í heimsókn. Leikurinn er jafnframt Iceland Express leikur umferðarinnar. Tveim dögum seinna mætast svo liðin aftur og nú í bikarnum á Stykkishólmi, 15. janúar kl. 19.15
Stighæstir í hvoru liði:
Keflavík
B.A Walker 22. stig
Tommy 20. stig
Maggi 12. stig
Jonni 8. stig
UMFG
Jonatan Griffin 21. stig
Páll Axel 19. stig
Adam Darboe 12. stig
Þorleifur 12. stig