Fréttir

Körfubolti | 5. mars 2007

Keflavík mætir Grindavík í Röstinni í kvöld

Strákarnir mæta Grindavík í Röstinni í 21. umferð og þeirri næst síðustu í kvöld kl. 19.15. Keflavík er í 5. sæti með 24 stig en Grindavík er sæti neðar með 20 stig.  Keflavík fær Snæfell í heimskókn í lokaumferðinni en Grindavík heimsækir KR í vesturbæinn.

Keflavík sigraði í viðureign liðanna sem fram fór í Keflavík þann 17. des.  90-86.   Gunnar Einarson var maður leiksins enda sýndi hann á sér sparihliðina, 26 stig, 6/7 í teig, 3/3 í teig og  5/5 í vítum. Maggi var einnig að spila vel og var með 15 stig.  Hér má lesa um þann leik.    Tölfræði leiksins

Arnar Freyr verður ekki með í leiknum í kvöld og óljóst er með Jonna. Vonast er til að bakvörðurinn Tony Harris geti leikið með en hann tognað á nára í leiknum gegn Tindastól.

Jonathan Griffin er stigahæsti leikmaður Grindavíkur en hann hefur leikið með þeim  6. leiki og er með 22 stig.     Páll Vilbergsson hefur einnig átt gott tímabil og er með 21 stig og hefur spilað alla 20. leikina. Þorleifur er með 14 stig og Adam Darboe með rúm 9 stig, báðir hafa einnig leikið alla 20 leikina.  

Calvin Clemmons sem hefur leikið með Grindavík síðustu mánuði var sagt upp störfum fyrir helgi að því er fram kemur á heimasíðu UMFG.

Gunni með stórleik 17.des.