Keflavík mætir ÍR í kvöld kl 19.15
Keflavík mætir ÍR í kvöld kl. 19.15 í Iceland Express-deildinni. Ýmislegt er búið að ganga á síðustu daga og karfan fengið meiri umfjöllun í fjölmiðlum heldur oft áður. AJ fékk þungan dóm og áttu myndir Víkurfrétta sinn þátt í því. Ekki leit brotið vel út þegar það er klipp út úr leiknum , það er alveg ljóst en dómurinn þykir mörgum annsi þungur. Heimasíðan spallaði aðeins við AJ í dag og var hljóðið í honum frekar þung. AJ var ekki sáttur við þriggja leikja bannið sem skiljanlegt er, en ætlar að mæta sterkur í leikinn í kvöld. Þess má geta að fréttablaði tók viðtal við hann í dag til að heyra hans hlið á málinu. Bannið tekur svo gildi á hadegi á morgun og gildir í leikjum á móti Tindastól, Hetti og Hamar/Selfoss.
Keflavík spilaði við ÍR síðast 13 okt. í Seljaskóla og sigraði Keflavík þann leik örugglega 81-98. AJ átti stórleik og skoraði 29 stig, Maggi skoraði 14 stig og Arnar 12 stig. Keflavík er í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig, 2 stigum á eftir Grindavík og KR og á 2 leiki til góða.
Allir á leikinn í kvöld og sýnum stuðning við liðið og áfram KEFLAVÍK.
Maggi í leik við ÍR í undanúrslitum í fyrra.