Fréttir

Körfubolti | 30. janúar 2005

Keflavík mætir ÍR í Seljaskóla í kvöld kl 19.15

Keflavík mætir í kvöld liði ÍR í Seljaskóla kl 19.15.  Leikirnir í Seljaskóla hafa oft verið hörku leikir og má búast við að sama verði upp á teningum í kvöld. Keflavík vann leikinn í Keflavík 86-68 og skoruðu Tony 16 stig og Maggi 14 stig í þeim leik.  Lið ÍR fór rólega af stað í deild í ár en hefur verið að sækja í sig veðrið í síðustu leikjum. Liðið er í 6 sæti með 18 stig og hefur unnið síðustu 3 leiki, Njarðvík og Tindastól á útivelli og Fjölnir heima. Driffjöður liðsins undanfarin ár Eiríkur Önundarsson fer fyrir sínu liði að vanda, en kanarnir tveir þeir Theo Dixon og Grand Davis hafa líka verið að spila vel. Leikmenn Keflavíkur verða að mæta vel undirbúnir í leikinn í kvöld, enda oft lent í erfiðleikum í Seljaskóla. Toppsætið í deildinni er okkar og við ætlum að vera þar í lok deildar í mars. Áfram Keflavík.

 

Maggi skorði 14 stig á móti ÍR í síðustu umferð.