Keflavík mætir ÍR í undanúrslitum
Okkar menn mæta ÍR í undanúrslitum Iceland Express-deild karla og fer fyrsti leikur liðanna fram í Toyotahöllinni í Keflavík á sunnudaginn. Þetta varð ljóst eftir sigur ÍRinga á KR í kvöld.
Snæfell mætir Grindavík í hinu einvíginu og þar er Grindavík með heimaleikjaréttinn en sá leikur fer fram á mánudaginn.
ÍRingar eru að spila vel þessa daganna og unnu oddaleikinn með nokkrum yfirburðum. Liðin hafa mæst í mörgum skemmtilegum viðureignum í gegnum tíðina og hafa áhorfendur liðanna sett skemmtilegan svip á þá leiki. Keflavik sigraði í báðum viðureignum liðanna í vetur en frá fyrri viðureigninni sem fram fór í Keflavík hefur ÍR liðið breyst talsvert. Þann leik vann Keflavík, 110-79. Þann seinni unnu okkar menn 77-88 og þá var liðið eins skipað og það er í dag þeas. Nate Brown og Tahirou Sani voru komnir í leikmannahóp þeirra. Stigahæstir okkar manna í þeim leik voru þeir B.A með 22.stig, Siggi 18.stig, Tommy 13.stig og Arnar og Susnjara með 10.stig. Hjá ÍR voru þeir Sveinbjörn, Nate og Hreggviður stigahæstir.
Fyrstu 3. leikir liðanna i undanúrslitum:
Keflavík, sunnudaginn 6. apríl. kl. 19.15
Seljaskóli, miðvikudaginn 9 apríl kl. 19.15
Keflavík, föstudaginn 11. apríl kl. 19.15
Siggi var 20.stig í síðast leik