Fréttir

Körfubolti | 10. janúar 2006

Keflavík mætir KR í vesturbænum

Dregið var í 8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í karla og kvennaflokki. Leikirnir fara fram dagana 21. og 22. janúar nk. Keflavík þarf áfram að fara á útivelli í keppninni, en karla liðið mætir KR-ingum í DHL höllinni og stelpurnar mæta Skallagrím í Borgarnesi.  Keflavík B ( stelpur ) mætir Breiðabliki, en liðið er skipað nokkrum fyrrverandi leikmönnum Keflavíkur.

Eftirfarandi lið drógust saman,

Bikarkeppni kvenna:
UMFG - Haukar B
Keflavík B - Breiðablik
ÍS - Haukar
Skallagrímur - Keflavík

Bikarkeppni karla:
Snæfell - UMFN
KR - Keflavík
Skallagrímur - Þór Akureyri
Hamar/Selfoss - UMFG