Fréttir

Körfubolti | 6. ágúst 2006

Keflavík mætir lliðum frá Svíþjóð, Tékklandi og Úkraínu í riðlakeppni Fiba Eurocup Challenge í haust

Fjórða árið í röð hyggst Keflavík senda lið til keppni í aðra af tveimur Evrópukeppnum sem haldnar eru á vegum FIBA. Keppnin kallast nú Fiba Eurocup Challenge og er í raun sú sama og við höfum keppt í s.l. þrjú ár. Að þessu sinni lentum við ekki með félögum okkar frá Madeira í Portúgal og ekki heldur með grönnum okkar frá Njarðvík, en þeir taka nú þátt í fyrsta sinn.

Okkar andstæðingar eru sterkir, BC Dnipro Dnepropetrovsk frá Úkraínu, Mlekarna Kunin frá Tékklandi og Norrköppings Basketförening frá Svíþjóð. Leikið verður heima og heiman í riðlum fyrir jól og síðan komast tvo lið áfram í 8 liða úrslit sem leiking verða eftir jól.

Hér er heimasíða keppninnar og þar má finna allar upplýsingar um félögin. Njarðvíkingar fengu einnig sterka andstæðinga, lið frá Rússlandi, Eistlandi og Úkraínu.

Leikdagar verða sem hér segir:

  1. Miðvikud 8 nóv kl 17.30 Mlekarna Kunin - Keflavík
  2. Föstud17 nóv kl 19.15 Keflavík - BC Dnipro
  3. Fimmtud 23 nóv kl 19.15 Keflavik - Norrköpping
  4. Fimmtud 30 nóv kl 19.15 Keflavík - Mlekarna Kunin
  5. Fimmtud 7 des kl 20.30 BC Dnipro - Keflavík
  6. Fimmtud 14 des kl 19.00 Norrköpping - Keflavík

Eins og sjá má verður mikið fjör í Sláturhúsinu þrjár vikur í röð seinni hluta nóvember, en allir heimaleikirnir spilast þá. Heimaleikir Njarðvíkinga verða 16 nóv, 22 nóv og 1 des, þannig að engin skörun verður milli leikja.

Við munum birta betri upplýsingar um mótherja okkar þegar nær dregur, en ljóst er að við ramman reip verður að draga eins og ávallt.