Fréttir

Karfa: Karlar | 8. mars 2009

Keflavík mætir Njarðvík í 8.liða úrslitum

Keflavík endaði í 4.sæti Iceland Express-deildar eftir auðveldan sigur á Skallgrím, 123-77 í kvöld.  Keflavík mætir Njarðvík í 8. liða úrslitum og er Keflavík með heimaleikjaréttinn þar sem þeir síðarnefndu enduðu í 5. sæti. 

Það er ljóst að okkar menn verða að spila sinn besta leik enda búnir að tapa 2. sinnum í vetur fyrir þeim. 

Leikurinn var aldrei spennandi enda Skallgrímsmenn falnir og með áberandi slakasta liðið í vetur.  Tveir útlendingar hjálpuðu þeim ekki og ljóst að lið sem þarf tvo útlendinga og tapar 20 leikjum hefur ekkert erindi í úrvalsdeild. Gestirnir náðu þó að halda í við okkar menn í fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta settu strákarnir í fluggír og staðan í hálfleik, 62-38. 

Stigahæstur var Gunnar E. með 31. stig og 9. þrista á 28. mínutum. Næstur kom Hörður Axel með 28.stig, Elvar 12.stig og 6. fráköst og Almar 10.stig og 6. fráköst.

Tölfræði leiksins.

Úrslitakeppnin hefst helgina 14-15. mars.