Keflavík mætir Njarðvík í kvöld
Það verður barist til síðasta blóðdropa þegar Keflavík mætir Njarðvík í kvöld í Reykjanes Cup Invitational mótinu. Leikurinn hefst klukkan 20:45 og verður fróðlegt að sjá hvernig liðin eru að koma undan sumri, auk þess sem að Njarðvíkingar hafa verið að styrkja sig töluvert með nýjum leikmönnum í sumar. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvik og kostar einungis 500kr inn. Einnig mætast Grindavík og Snæfell klukkan 19:45 í sama húsi. 500kr duga sem aðgangseyrir fyrir báða leikina. Vonum að við sjáum sem flesta á svæðinu. Áfram Keflavík!
Kveðja,
Stjórnin