Fréttir

Körfubolti | 21. mars 2006

Keflavík mætir Skallagrím í undanúrslitum

KR hafði sigur á Snæfell í oddaleik í DHL Höllinni í kvöld 67-64 og vann því einvígið 2-1. Það er því ljóst að við mætum Skallagrím í undanúrslitum árið 2006 en þessi lið hafa spilað 2. leiki á tímabilinu og sigrað sitt hvorn leikinn.  Bæði lið slógu út andstæðinga sína í 8 liða úrslitum 2-0, Keflavík sló út Fjölni og Skallagrímur sló út Grindavík. Þetta verða öruglega skemmtilegir leikir og vitað er að margir stuðningsmenn Keflavíkur áttu Skallagrím sem óska mótherja. Fyrsti leikurinn verður í Sláturhúsinu á laugardaginn og leikur númer 2. verður í Borgarnesi á mánudagskvöldið. Sætaferðir verða í boði á leikinn á mánudaginn en 3. sigra þarf til að komast áfram í sjálfan úrslitaleikinn. Áfram Keflavík.

Myndir frá leiknum sunnudaginn 16. okt.

Sun. 16.okt. 2005. kl. 19.15 Keflavík,      Keflavík-Skallagrímur.  105-96 

Fim. 19.jan.2006  kl 19.15   Borgarnes     Skallagrímur - Keflavík  98-88