Keflavík mætir Þór frá Þorlákshöfn í kvöld
Strákarnir mæta Þór frá Þorlákshöfn í 16. umferð IE. deildinni. Keflavík er í 5. sæti með 18 stig en Þórsara eru í 10. sæti með 8 stig. Bæði lið unnu sína leik í 15. umferð, Keflavík vann Hauka sannfærandi að Ásvöllum og Þórsara unnu Snæfell 89-87.
Þórsara eru með einn kana, Damon Bailey ( 25 stig í deild ) og þrjá evrópuleikmenn, Robert Hodgson ( 17 stig í deild ), David Aliu ( 21 stig í deild ) og Jason Harden (11 stig í deild ). Samanlagt eru þeir því með 74 stig að meðaltali í deildinni. Í leiknum á móti Snæfell skoruðu þeir fjórir 77 stig af 89 stigum liðsins og spiluðu nánast allar mínutur leiksins.
Keflavíkurliðið átti sinn besta leik í langan tíma gegn Haukum um síðustu helgi. Þeir börðust vel allan leikinn og leikgleðin og krafturinn var til staðar. Ef þeir spila af sama krafti í kvöld er sigur vís, en ef vanmat verður til staðar er ljóst að liðið tapar leiknum.
Keflavík spilar án kana í kvöld rétt eins og um síðustu helgi en gera má ráð fyrir að hópurinn verði skipaður eftirfarandi leikmönnum:
4 Gunnar Einarsson 21 stig í síðasta leik
5 Arnar F Jónsson 16
6 Þröstur L Jóhannsson 2
7 Jón N Hafsteinsson 3
8 Sverrir Þ Sverrisson 15
9 Sigurður G Sigurðsson 5
10 Axel Þ Margeirsson
11 Halldór Ö Halldórsson 6
12 Jón G Jónsson 1
13 Magni Ómarsson
14 Sebastian Hermenier 24
15 Sigurður G Þorsteins 2
Aðrir leikir í 16 umferð:
Grindavík-Njarðvík, Tindastóll-Hamar/Selfoss, Snæfell-ÍR
Treður Tröllið í leiknum í kvöld?