Keflavík mætir Val í kvöld í Vodafonehöllinni
Stelpurnar spila við Val í kvöld í Vodafonehöllinni og hefst leikurinn kl. 20.00. Val var spáð þriðja sæti í deildinni en með liðinu leika stelpur sem spiluðu með ÍS á síðasta tímabili. Keflavík sigraði Fjölni í síðustu umferð en Valur sat hjá í fyrstu umferð. Bryndís Guðmundsdóttir og Kesha Watson voru stigahæstar í leiknum gegn Fjölni með 22 stig hvor.
Pálina Gunnarsdóttir og Lóa Dís Másdóttir léku sinn fyrsta deildarleik með Keflavík gegn Fjöni.
Kara var með 11. stig og 10. fráköst gegn Fjölni. Mynd vf.is