Fréttir

Karfa: Konur | 5. nóvember 2007

Keflavík með fullt hús eftir sigur á Íslandsmeisturum

Keflvíkurstelpur sigruðu í Hauka í fjórðu umferð Iceland Express-deild kvenna, 91-106 en leikið var að Ásvöllum. Staðan í hálfleik var 37-54.

Fyrir leikinn var mikið spáð í einvígi Keshu og Hardy en báðar hafa verið að leika mjög vel það sem af er tímabili. Leikurinn byrjaði rétt eins og flestir leikir liðanna síðustu ár og skiptust liðin á að hafa forustu í fyrsta leikhlutanum. Keflavíkurliðið setti aukna pressu í vörninni undir lok leikhlutans sem skilaði sér í auðveldum körfum og Kesha settu niður '' flautuþrist´´ áður en leikhutinn var úti. Staðan eftir leikhlutann, 22-27.

Stelpurnar mætu mjög ákveðnar til leiks í öðrum leikhluta og náðu 2-19 kafla sem lagði grunninn af góðum sigri. Á þessum kafla var vörnin að virka vel og Haukastelpur í vandræðum í sókninni og fengu engin auðveld færi. Varnarlega er Keflavíkurliðið mjög sterkt  með baráttuhundana Köru og Pálinu fremstar í flokki.

Keflavík slakaði á í vörninni í seinnihálfleik og Haukar náðu að minnka forskotið niður í 9. stig en lengra komust þær ekki og sigurinn var aldrei í hættu. Hardy átti frábæran seinnihálfleik og hélt þeim inní leiknum með góðri skotnýttingu. Keflavík vann þó leikinn með 15. stigum sem telst ansi gott gegn núverandi Íslandsmeisturum á heimavelli.

Það vekur athygli að eftir 4. umferðir er Keflavík með rétt tæplega 100. stig í leik.  Þó hafa þær sýnt að þær eru ekki síðri varnarlega en sóknarlega en vissulega er sóknarleikur það sem áhorfendur vilja sá. Margt er líkt á með kvenna og karlaliðum okkar í vetur. Bæði eru taplaus og hafa spilað við þau lið sem spá var í toppbaráttuna í vetur. Einnig hafa þau mjög sterka liðsheild.

Kesha var sem fyrr mjög góð í leiknum og er í ár betri en í fyrra, sérstaklega sóknarlega. Kesha skoraði 34 stig, var með 12 stoðsendingar og 9. fráköst. Hana vantaði því aðeins 1. frákast til að vera með þrefalda þrennu.  Kara átti einnig stórleik og tók alls 17. fráköst sem er magnað. Kara skoraði 22. stig í leiknum og var með 7. stoðsendingar. Pálína sem kom frá Haukum fyrir tímabilið spilaði sinn besta leik fyrir Keflavík og var með 19 stig og 5. fráköst. Bryndís var með 13. stig og 6. fráköst.

,,Það eru lið sem vinna leiki og titla en ekki einstaklingar. Það er klárt að við höfðum sigurinn í gær með liðsheildinni. Sem dæmi má nefna þá spilaði Bryndís Guðmundsdóttir sárlasin í gær en það sýnir eljuna og dugnaðinn í hópnum,” sagði Jón í samtali við Víkurfréttir. ,,Þá eru leikmenn á borð við Hrönn Þorgrímsdóttur að stíga vel upp hjá okkur en hún er dæmi um leikmann sem er farinn að láta meira að sér kveða eftir að hafa spilað lítið fram að þessu.”

 ,,Við vorum búnar að setja tóninn fyrr á  leiktíðinni með því að verða Powerademeistarar og Meistarar meistaranna. Í hvorugum leiknum gat Kiera Hardy beitt sér af fullri getu gegn okkur en það sýnir bara að maður kemur í manns stað. Hardy var stórkostleg gegn okkur í gær en liðsheild okkar vó þyngra

Næsti leikur liðsins er gegn KR á miðvikudaginn kl. 19.15 í Sláturhúsinu í Keflavík.

Tölfræði leiksins.

Staðan í deildinni.

Kara var með 17. fráköst í leiknum.