Keflavík með silfur í minnibolta drengja
Yngri flokkar Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur halda áfram að gera góða hluti en um s.l. helgi hafnaði Minnibolti dremgja í 2. sæti í úrslitum Íslandsmótsins og fengu peyjarnir því silfur um hálsinn. Allir fengu þeir gott tækifæri til að láta ljós sitt skína á lokamótinu og allir komust þeir á blað, nema hvað !
Drengirnir hófu tímabilið í A-riðli og héldu sér þar í öllum fjórum fjölliðamótum tímabilsins. Eina liðið sem þeir náðu ekki að leggja að velli í vetur var lið Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari og óskum við Stjörnupeyjum til hamingju með titilinn.
Þjálfari drengjanna í vetur hefur verið Björn Einarsson og honum til aðstoðar Sigurður Guðmundsson. Nokkuð víst er að drengirnir munu áfram æfa að kappi og hyggjast án vafa mæta beittir til leiks næsta tímabil og ná nýjum markmiðum.
Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur óskar drengjunum til hamingju með glæsilegt keppnistímabil.
Úrslit leikja Keflavíkur í lokamótinu;
Keflavík-Haukar 58-37
Keflavík-Þór Akur. 43-40
Keflavík-Njarðvík 63-31
Keflavík-Stjarnan 31-42