Fréttir

Keflavík með silfur í minnibolta stúlkna
Karfa: Yngri flokkar | 3. maí 2016

Keflavík með silfur í minnibolta stúlkna

Stelpurnar í minnibolta kvenna léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokki þegar lokamótið var haldið í TM-höllinni við Sunnubraut helgina 23. – 24. maí.  

Leikið er eftir töluvert breyttu fyrirkomulagi í minniboltanum í ár en nú mega að hámarki vera 7 leikmenn í hverju liði, leikir hafa verið styttir og þeim fjölgað.  

Keflavík hefur teflt fram þremur liðum í vetur undir stjórn Kristjönu Eir Jónsdóttir en þetta er fyrsta árið hennar sem aðalþjálfari í 5. og 6. bekk og er óhætt að segja að stelpurnar hafi tekið stórstígum framförum undir hennar stjórn.

Allar stelpurnar stóðu sig vel á sínum heimavelli, C-liðið vann sinn riðil og B-liðið tapaði einu leik í sínum riðli.

A-liðið var taplaust ásamt Grindavík fyrir lokaleikinn sem var einmitt á milli þessara tveggja liða og því var um hreinan úrstlitaleik um Íslandsmeistaratitilinn að ræða.  Þessi leikur reyndist gríðarlega jafn og spennandi og tók vel á taugar fjölmargra áhorfenda. Leikuruinn fór í framlengingu og eftir hana var áfram jafnt.  Þá var spilaður bráðabani upp á svokallaða gullkörfu, þ.e. það lið sigrar sem er fyrr til að skora.  Þar voru Grindavíkurstelpur fyrri til og lönduðu sigri en silfrið kom í hlut Keflavíkurstúlkna sem stóðu sig alveg frábærlega og voru mjög vaxandi í vetur.  

Til hamingju stelpur og auðvitað sendum við Grindavíkurstelpum líka hamingjuóskir með titilinn.