Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 6. apríl 2008

Keflavík minnibolti 11 ára – stúlkurnar ósigrandi annað árið í röð!

A – lið Keflavíkur í minnibolta stúlkna 11 ára, urðu íslandsmeistarar nú um helgina, annað árið í röð. Stúlkurnar hafa unnið alla sína leiki á íslandsmótinu bæði árin og má það teljast frábær árangur. Mikill fjöldi stúlkna í þessum árgangi æfir körfubolta auk þess sem að nokkrar stúlkur úr 5. bekk æfa með þeim. Keflavík teflir því fram tveimur liðum, Keflavík A og B. B – liðið stóð sig einnig frábærlega vel á mótinu og enduðu eftir mikla baráttu í 3. sæti. Einar Einarsson hefur verið aðalþjálfari stúlknanna bæði árin og hafði sér til aðstoðar í vetur Sigurð Þorsteinsson.

Innilega til hamingju með frábæran árangur  – áfram Keflavík