Keflavík nær góðum úrslitum í Sviss
Keflavík tapaði með 8 stiga mun í kvöld fyrir Olympic Fribourg í fibaeuropecup í Sviss. Fribourg fór vel að stað í leiknum og voru að hitta vel úr 3 stigaskotum sínum, en Keflavík að sama skapi rólegir að stað. Staðan eftir fyrsta leikhluta 35 - 21 fyrir Fribourg og allt útlit fyrir hraðann, skemmtilegan og mikin stigaleik, leik sem við Keflvíkingar þekkjum vel. Í lok 3 leikhluta fóru Keflvíkar fyrst í gang, spiluðu góða vörn og minkuðu muninn jaft og þétt. Staðan í hálfleik 54 - 47 og Anthony Glover í miklum ham, kominn með 20 stig, Nick Bradford með 7 stig og Jón Hafsteinnsson að spila góða vörn eins og honum er einum lagið og kominn með 6 stig að auki.
Seinni halfleikur fór af stað með miklum látum og Keflavík helt áfram að minka á forskot Fribourg, staðan fljólega 60 - 60. Keflavík komst svo yfir í framhaldi og sáust tölur eins og 62-68 fyrir okkar mönnum. Fribourg nær að jafna 78-78 og í framhaldi fékk Nick 5 villuna. Spennan hélt áfram, þó að Fribourg hafi komist yfir 7 stig þá voru Keflvíkvíkingar aldrei langt undan. Í enda leiks var Nick, Anthony og Jonni allir komnir með 5 villur, og búnir að taka vel á því vörn og sókn. Lokastaðan 103-95. Anthony Glover átti stórleik í kvöld kappinn skoraði 46 stig!!! Jonni var líka að spila mjög vel, spilaði fanta vörn og skoraði 18 stig. Nick var svo með 16 stig.
Seinni leikur liðana verður 20 jan. kl 20.30 í Keflavík. Það er ljóst að 8 stiga tap á útivelli eru góð úrslit og möguleikar okkar verða að teljast góðir. Nú er bara að fylla Sláturhúsið á fimmtudaginn næsta og tryggja okkur áfram í næstu umferð. Áfram Keflavík