Fréttir

Körfubolti | 21. febrúar 2006

Keflavík og Grindavík mætast á ný

Keflavík og Grindavík mætast í Iceland-Express-deildinni á morgun fimmtudag og eigum við Keflavikingar harma að hefna eftir ófarinar síðasta laugardag. Þar áttu við Keflavíkingar einn okkar versta leik í vetur og nokkuð ljóst að liðið þarfa að mæta ákveðnari til leiks að þessu sinni. Keflavík er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig en Grindavík er með 24 stig í 3-4 sæti og því leikurinn mjög mikilvægur enda aðeins 5 umferðir eftir.

 

Leikir sem Keflavík á eftir:

Fim. 23.feb.2006 Keflavík        19.15 Keflavík - UMFG
Sun. 26.feb.2006 Höllin Akureyri 19.15 Þór Ak. - Keflavík
Fim.  2.mar.2006 Keflavík        19.15 Keflavík - Fjölnir
Sun.  5.mar.2006 Iða             19.15 Hamar/Self. - Keflavík 
Fim.  9.mar.2006 Egilsstaðir     19.15 Keflavík - UMFN