Fréttir

Karfa: Karlar | 5. janúar 2010

Keflavík semur við erlendan leikmann

Keflvíkingar hafa samið við erlendan leikmann fyrir seinni hluta leiktíðar og er það Bandaríkjamaður. Sá heitir Draelon Burns, er 192 sm skotbakvörður og kemur hann frá Depaul háskólanum. Burns spilaði hins vegar með Eroni star Kiryat Ata í Ísrael 2008-2009 tímabilið og var hann með 15.7 stig að meðaltali í leik.

Burns mun vonandi koma til með að styrkja Keflvíkinga í toppbaráttunni og reikna menn með að hann verði orðinn leikhæfur í fyrsta leik ársins gegn Breiðablik þann 10. janúar næstkomandi. Burns mun hefja æfingar með Keflavík á næstu dögum.