Keflavík semur við Michael Craion
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við bandaríska leikmanninn Michael Craion um að leika með félaginu á komandi tímabili. Michael er um 196 cm kraftframherji og vegur um 100 kg. Verður honum ætlað það hlutverk í vetur hjálpa Almari Guðbrandssyni, Snorra Hrafnkelssyni og Andra Þór Skúlasyni undir körfunni.
Michael Craion lék með Oral Roberts University í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann skoraði um 12 stig og tók 6,6 fráköst að meðaltali í leik þau þrjú ár sem hann lék þar. Keflavík vill nota tækifærið og bjóða kappann hjartanlega velkominn til Keflavíkur en hann er væntanlegur til landsins á næstu dögum.
Mynd: Michael Craion í leik með skólaliði sínu. Myndin er fengin að láni frá eftirfarandi heimasíðu; http://www.greenwichtime.com/sports/article/Hunt-leads-Nevada-over-Oral-Roberts-68-59-in-NIT-3408082.php