Fréttir

Körfubolti | 13. nóvember 2005

Keflavík sigraði Hauka 81-77

Leik Keflavíkur og Hauka var rétt í þessu að ljúka með sigri okkar manna 81-77. Keflavík lék án AJ Moye sem er meiddur. Stigahæstu menn voru Maggi Gunn. með 19 stig, Gunnar E. með 14 stig, Arnar 13 stig og Sverrir með 12 stig. Zlatko hafði hægt um sig og skoraði aðeins 2 stig.

Leikurinn á móti Haukum var eiginlega endurtekning á leik liðanna í Keflavík í fyrra.  Leikurinn var alls ekki skemtilegur, en sigur Keflavíkinga virtist þó aldrei vera í hættu þó forustan í lok leiks hafi ekki verið mikill. AJ var ekki með vegna meiðsla og en verður orðinn klár fyrir slaginn á móti BK Riga.

 

 

 

Skoðaðu næstu leiki hjá Keflavík og þá sem búnir eru.

 

Maggi stighæstur með 19 stig.