Keflavík sigraði Snæfell í spennuleik, 98-95 og tryggði stöðuna á toppnum
Keflavík sigraði í kvöld Snæfell í 13. umferð Iceland Express-deild karla, 98-95. Leikurinn var góð fyrirheit fyrir næsta leik liðanna sem aðeins er eftir einn dag, í Lýsingarbikarnum á Stykkishólmi á sunnudaginn.
Gestirnir byrjuðu betur og komust í 0-6 og 5-10. Keflvíkingum gekk erfiðlega að koma boltanum í körfuna í byrjun leiks og klikkuðu í góðum færum. Snæfell var með forustu 13-20 en Gunni og B.A settu niður sitt hvorn þristinn og B.A kláraði leikhlutan með því að keyra upp völlinn og skora síðustu stig leikhlutans. Staðan 22-23 eftir 1. leikhluta.
Smá taugatitringur í byrjun 2. leikhluta og liðin að tapa boltanum á vixl. Tommy kom Keflavík yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar 3. mín voru liðnar með 5 stigum í röð.
Snæfellingar tóku leikhlé og Kotila þjálfar messaði hressilega yfir sínum mönnum. Justin minnkar munnin í 2.stig en Siggi kom sterkur af bekknum og setur niður næstu 2. stig. Maggi setur niður þrist í næstu sókn og kemur Keflavík í 7. stiga forustu. Keflavík tapar boltanum í þrem sóknum í röð og Snæfell minnkar muninn niður í 1. stig, 35-34. brotið á Magga í næstu sókn og B.A stelur boltanum og fær víti sem hann settur niður, 41-34 og 3. min eftir. B.A stelur aftur boltanum og Tommy skorar 4. stig í röð og forustan 9 stig, 45-36. Snæfellingar skora 5. stig í röð og staðan í hálfleik 48-43.
Keflavík byrjaði seinnihálfleik vel og sérstaklega voru bakverðir liðsins sprækir, B.A og Maggi settu niður 2 þrista og Tommy bætti 1. við. Keflavik náði á þessu kafla 13. stiga forustu en gestirnir komust aftur inní leikinn með körfum frá Sigga þorvalds. og þrist frá Slobodan. Siggi Þorsteins. átti svo körfu leiksins eftir frábæra sendingu fram völlin frá Susnjara, en Siggi setti boltann ofaní um leið og leiktíminn var allur.
Snæfell minnka muninn niður í 6. stig, 80-74 strax í byrjun þriðja leikhluta og Justin fær 4. villuna þegar 7.30 mín. voru eftir. Snæfell skorar og nær forustunni niður í 4. stig, 80-76. Brotið á Susnjara sem setur annað annað vítið niður, B.A. stelur boltanum og treður í næstu sókn. Tommy bætir við 2.stigum og forustan orðin 9. stig, 85-76 og 5. mín. eftir. Arnar blokkar Siggi Þorvalds. með tilþrifum. Snæfell með 5. stig í röð og staðan 85-80. Tommy setur niður mikilvægan þrist þegar 3.30 eru eftir. Susnjara brýtur á Hlyn sem furðulegan langan tíma til að klára hreifinguna og fær körfuna gilda. Arnar skorar 91-84, 3.mín eftir. Justin með þrist og staðan 91-87 þegar 2.46 eru eftir. Justin með annan þrist og staðan 91-90. 2. eftir. Maggi með þrist. 94-90.skef dæmt á Snæfell og brotið á Magga í næstu sókn sem niður bæði vítin sins og honum er einum lagið, 1.40 eftir. Snæfell skorar, 96-92. B.A skorar, og Justin svar með þrist í næstu sókn og 24 sek. Tommy klikkar í skoti og Snæfell tapar boltanum þegar 5. sek. eru eftir. Keflavík tapar boltanum en tíminn er of naumur fyrir Snæfellinga og Keflavík vinnur sigur, 98-95.
Eftir slæman leik gegn Grindavík áttu bakverðir liðsins mjög góðan sóknarleik í kvöld. B.A var stigahæstur með 30.stig, Tommy var með 26. stig og Maggi var með 19. stig. Varnarleikurinn var mjög kafla skiptur í leiknum og hann verður að bæta fyrir næstu orustu liðanna.
mynd jbo@vf.is