Keflavík sigraði Tindastól
Strákarnir lögðu Tindastóls-menn í kvöld 69-88, en með sigrinum tókst þeim að mjaka sér upp í 1.-3. sætið með Njarðvík og KR. Njarðvíkingar eiga þó leik til góða sem spilast á heimavelli þeirra á morgun gegn Breiðablik. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var atkvæðamestur hjá Keflavík með 25 stig og 15 fráköst, en á eftir honum kom Rahshon Clark með 22 stig og 19 fráköst. Rahshon var því miður frá í síðasta leik vegna meiðsla í fingri, en hann er allur að koma til og mun spila með í næstu leikjum Keflavíkur. Hjá Tindastól var Svavar Atli Birgisson atkvæðamestur með 22 stig, en á eftir honum kom Helgi Rafn Viggósson með 13 stig.
Næsti leikur er svo heima gegn Grindavík á sunnudag. Hvetjum alla til að mæta!
Áfram Keflavík!