Keflavík skoraði 122 stig í sigri á Grindavík
Keflavíkurstelpur áttu mjög góðan leik í kvöld þegar þær sigruðu Grindavík 122-96 í Keflavík. Stelpurnar áttu allar góðan dag og voru með leikinn í hendi sér allan tíman. Birna Valgarðsdóttir kom aftur inn í liðið eftir meiðsli og skoraði 11 stig. 7 stelpur skoruðu yfir 10 stig í leiknum sem segir mikið um breiddina hjá liðinu
Kesha var atkvæðamest með 32 stig, 8 stoðsendingar, 8 fráköst en hún lék í 32 mínutur á leiknum. Ingibjörg skoraði 19 stig, 5 stolna bolta og 3/3 í þriggja stiga. María skoraði 19 stig var með með 5 fráköst á 30 mín. Svava skoraði 13 stig og Bryndís 11. Kara skoraði 12 stig og var með 11 fráköst.
´´Þetta var okkar besti leikur í vetur og við virkilega sýndum hvað við getum. Kesha átti mjög góðan leik sem og allir leikmenn liðsins.´´ Sagði Jonni þjálfari í stuttu spjalli eftir leikinn.
Eftir sigurinn er Keflavík með 12 stig rétt eins og Haukastelpur sem hafa þó leikið einu leik færra.
Næsti leikur liðsins er gegn ÍS á miðvikudaginn kemur. Leikurinn er í Keflavík og hefst kl. 19.15.
Leikurinn í vefsjónvarpi vf.is

Kesha var með 32 stig