Keflavík sópaði til sín verðlaununum á lokahófi KKÍ
Það er óhætt að segja að Keflavík hafi sópað til sín verðlaununum á lokahófi KKÍ í kvöld. Okkar ástkæra Jacqueline Adamshick fékk verðlaun fyrir besti erlendi leikmaðurinn, eftir frábæra frammistöðu á tímabilinu. Hörður Axel var valinn besti varnarmaðurinn í IE deild karla, Pálína var valin besti leikmaður í úrslitakeppni IE deild kvenna og Jonni besti þjálfari í IE deild kvenna. Þá voru Pálína, Birna, Bryndís, Hörður og Sigurður Þorsteinn valin í úrvalslið IE deildar karla og kvenna.
Eftirtalin verðlaun voru veitt fyrir keppnistímabilið 2010-2011:
Prúðasti leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna: Hildur Sigurðardóttir – KR
Prúðasti leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla: Ægir Þór Steinarsson – Fjölnir
Besti erlendi leikmaður Iceland Express-deild kvenna: Jacquline Adamshick - Keflavík
Besti erlendi leikmaður í Iceland Express-deild karla: Marcus Walker – KR
Besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir – KR
Besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild karla: Hörður Axel Vilhjálmsson – Keflavík
Besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna: Bergþóra Tómasdóttir - Fjölnir
Besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla: Ægir Þór Steinarsson – Fjölnir
Besti leikmaður úrslitakeppni kvenna: Pálína Gunnlaugsdóttir - Keflavík
Besti leikmaður úrslitakeppni karla: Marcus Walker – KR
Besti dómari Iceland Express-deildum: Sigmundur Már Herbertsson
Besti þjálfari Iceland Express-deild kvenna: Hrafn Kristjánsson – KR
Besti þjálfari Iceland Express-deild karla: Jón Halldór Eðvaldsson – Keflavík
Úrvalslið Iceland Express deildar kvenna:
Pálína Gunnlaugsdóttir - Keflavík
Margrét Kara Sturludóttir - KR
Birna Valgarðsdóttir – Keflavík
Bryndís Guðmundsdóttir - Keflavík
Ragna Margrét Brynjarsdóttir- Haukar
Úrvalslið Iceland Express deildar karla:
Pavel Ermolinskij – KR
Hörður Axel Vilhjálmsson – Keflavík
Brynjar Þór Björnsson – KR
Jón Ólafur Jónsson – Snæfell
Sigurður Gunnar Þorsteinsson- Keflavík
Besti leikmaður Iceland Express-deildar kvenna: Margrét Kara Sturludóttir - KR
Besti leikmaður Iceland Express-deildar karla: Pavel Ermolinskij – KR
Kolbeinn Pálsson fékk heiðurskross KKÍ fyrir sín miklu störf fyrir KKÍ síðustu áratugi og er Kolbeinn fjórði sem fær þennan mikla heiður. Áður höfðu Bogi Þorsteinsson, Einar Ólafsson og Einar Bollason fengið heiðurskross KKÍ.
Rögnvaldur Hreiðarsson, Þóra Melsteð og Ágúst Kárason fengu öll silfurmerki KKÍ fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin og eru vel að þessu komin.
Stöð 2 Sport og Iceland Express fengu sérstakar viðurkenningar fyrir sinn þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur verið á körfuboltanum sl. ár.