Keflavík styrkir leikmannahóp sinn
Nýjasti leikmaður Keflavíkur heitir Tim Ellis og er 193 cm. framherji. Tim var í Kansas State háskólanum og var með 14 stig, 5.5 fráköst og 2.11 stoðsendingar í leik Hann spilaði síðast með Tacoma Navigator í ABA deildinni og var með alls 34.5 stig og 7 fráköst. Hann var 2. sinnum valinn í lið ársins í deildinni og þykir góð skytta, enda sigraði hann 3. stiga keppnina í leiknum ( All star )
Með tilkomu Tim Ellis til Keflavíkur mun liðið styrkjast til muna fyrir átökin í Evrópukeppninni sem hefst í Tékklandi 8. nóvember.